Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 98. fundur,  25. apr. 2023.

tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna.

939. mál
[14:29]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Það er rétt, það eru hér kannski framandi hugtök fyrir okkur eldri, ef ég orða það þannig, en við erum að taka tillit til annarra laga og nýrra hugtaka sem hafa komið inn í umræðuna, til að mynda í lögum um kynrænt sjálfræði. Í þessu tilfelli er meginmarkmiðið, það sem við erum raunverulega að gera breytingar á hér, það að pör geti staðið saman að tæknifrjóvgunarferli og nýtt fósturvísa sem verða til í því ferli og að sú heimild falli ekki sjálfkrafa niður ef það verða sambúðarslit eða andlát eins og kemur fram og eðli málsins samkvæmt er það leghafinn í þessu tilviki sem getur þegið það.