Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 99. fundur,  26. apr. 2023.

handiðnaður.

948. mál
[17:31]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég vil þakka hæstv. háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fyrir góða kynningu á frumvarpinu, þetta virðist vera bara hið besta mál að flestu leyti. Það er samt eitt sem ég velti fyrir mér, hvort það verði ekki örugglega þannig að við það að færa útgáfu sveins- og meistarabréfa yfir í stafrænt form, verði ekki örugglega tryggt að eldri sveinsbréf verði þá jafnframt aðgengileg á slíku formi eða í það minnsta að handhafar slíkra bréfa geti fengið þau skráð með sambærilegum hætti og þau sem eru nýútgefin.