37. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. febrúar 2023 kl. 09:10


Mætt:

Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm) fyrir Bryndísi Haraldsdóttur (BHar), kl. 09:10
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 10:00
Friðrik Már Sigurðsson (FriðS), kl. 09:10
Kári Gautason (KGaut), kl. 09:10
Magnús Árni Skjöld Magnússon (MagnM), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Birgir Þórarinsson var fjarverandi. Eyjólfur Ármannsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritarar:
Björn Freyr Björnsson
Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) Skýrsla GREVIO um Ísland Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mættu Iris Luarasi, Marie-Claude Hofner og Sabrina Wittmann og kynntu skýrslu GREVIO, eftirlitsnefndar Evrópuráðsins með Istanbúl samningnum um aðgerðir og baráttu gegn heimilisofbeldi og ofbeldi á konum, auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

3) 543. mál - fjölmiðlar Kl. 09:55
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Dögg Auðunsdóttur og Aðalstein Kjartansson frá Blaðamannafélagi Íslands. Því næst komu Heiðrún Björk Gísladóttir frá Samtökum atvinnulífsins og Agla Eir Vilhjálmsdóttir frá Viðskiptaráði Íslands.

4) 542. mál - tónlist Kl. 10:58
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir dags. 13. febrúar 2023, sem sendar voru á grundvelli heimildar formanns skv. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna, með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) 689. mál - tónlistarstefna fyrir árin 2023--2030 Kl. 10:59
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir dags. 13. febrúar 2023, sem sendar voru á grundvelli heimildar formanns skv. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna, með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 690. mál - myndlistarstefna til 2030 Kl. 11:00
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir dags. 13. febrúar 2023, sem sendar voru á grundvelli heimildar formanns skv. 2 .mgr. 23. gr. starfsreglna, með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Jóhann Friðrik Friðriksson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) 535. mál - lögreglulög Kl. 11:01
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir, dags. 13. febrúar 2023, sem sendar voru á grundvelli heimildar formanns skv. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna, með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

8) 382. mál - útlendingar Kl. 11:02
Nefndin ræddi málið og frekari gestakomur.

9) Önnur mál Kl. 11:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05