28. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 6. apríl 2017 kl. 08:33


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 08:33
Albert Guðmundsson (AlbG) fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur (ÁslS), kl. 08:33
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:33
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:33
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 08:33
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 08:33
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 08:51
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 08:33

Vilhjálmur Árnason var erlendis vegna annarra þingstarfa. Gunnar Hrafn Jónsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:33
Fundargerð 27. fundar var samþykkt.

2) 106. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 08:33
Á fund nefndarinnar mættu Jón H.B. Snorrason og Rannveig Þórisdóttir frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðingu og Guðmundur H. Einarsson frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis. Fóru þau yfir sjónarmið um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Kynning á starfi Stúdentaráðs Háskóla Íslands Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar mættu Ási Þórðarson, Elísabet Brynjarsdóttir, Hörður S. Óskarsson, Ragnar Auðun Árnason og Sigmar Aron Ómarsson fyrir hönd Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Kynntu þau starf Stúdentaráðsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 373. mál - íslenskur ríkisborgararéttur Kl. 10:05
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var samþykkt að Nichole Leigh Mosty verði framsögumaður málsins.

5) 374. mál - meðferð sakamála Kl. 10:07
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var samþykkt að Pawel Bartoszek verði framsögumaður málsins.

6) 392. mál - Lánasjóður íslenskra námsmanna Kl. 10:09
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var samþykkt að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verði framsögumaður málsins.

7) 405. mál - vegabréf Kl. 10:11
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var samþykkt að Valgerður Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins.

8) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:15