40. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. febrúar 2019 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:02
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:02

Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 10:53. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vék af fundi kl. 10:55.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 39. fundar var samþykkt.

2) 443. mál - íslenska sem opinbert mál á Íslandi Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar komu Kolbrún Þ. Pálsdóttir og Sigurður Konráðsson frá menntavísindasviði Háskóla Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Margrét Tryggvadóttir og Vilborg Davíðsdóttir frá Rithöfundasambandi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu jafnframt Kristín Vilhjálmsdóttir, Gunnhildur Stefánsdóttir, Birna Imsland og Guðrún C. Emilsdóttir frá Bandalagi þýðenda og túlka og Gauti Kristmannsson. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá komu á fund nefndarinnar Elsa María Guðlaugs- og Drífudóttir og Teitur Erlingsson frá Landssamtökum íslenskra stúdenta og Hólmfríður Þórarinsdóttir frá málnefnd um íslenskt táknmál. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 543. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:53
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

4) 549. mál - helgidagafriður og 40 stunda vinnuvika Kl. 10:53
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) 555. mál - vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi Kl. 10:53
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 570. mál - Jafnréttissjóður Íslands Kl. 10:53
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) 44. mál - endurskoðun verklagsreglna um skilarétt neytenda, gjafabréf og inneignarnótur Kl. 10:54
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Willum Þór Þórsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

8) 184. mál - endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi Kl. 10:54
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Steinunn Þóra Árnadóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

9) 212. mál - skráning og mat fasteigna Kl. 10:55
Nefndin ræddi málið.

10) Önnur mál Kl. 10:56
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:56