32. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. janúar 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 29. og 30. fundar voru samþykktar.

2) 428. mál - meðferð sakamála Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gest Jónsson og Ragnar Halldór Hall lögmenn, Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og Bryndísi Helgadóttur, Hákon Þorsteinsson og Þorvald Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneytinu.

3) Önnur mál Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20