49. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 28. mars 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:22
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) fyrir Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur (LRS), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi. Birgir Þórarinsson og Jóhann Friðrik Friðriksson voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:19
Fundargerð 47. fundar var samþykkt.

2) 535. mál - lögreglulög Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Björk Guðjónsdóttur, Maríu Rún Bjarnadóttur og Runólf Þórhallsson frá embætti ríkislögreglustjóra.

3) 689. mál - tónlistarstefna fyrir árin 2023--2030 Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Valgerði Jónsdóttur frá Tónstofu Valgerðar.

4) 795. mál - aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026 Kl. 10:55
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, Rán Ingvarsdóttur og Ingigerði Bjarndísi Írisar Ágústsdóttur frá forsætisráðuneytinu.

Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá forsætisráðuneytinu vegna umsagna sem hafa borist um málið.

5) 804. mál - efling barnamenningar fyrir árin 2024-2028 Kl. 11:20
Dagskrárlið frestað.

6) Önnur mál Kl. 11:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20