63. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 15. maí 2024 kl. 15:12


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 15:12
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 15:12
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 15:12
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 15:12
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 15:18
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 15:12
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 15:12
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 15:12
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:12
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 15:12

Berglind Ósk Guðmundsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.
Bergþór Ólason, Jódís Skúladóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir viku af fundi kl. 16:44.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:12
Fundargerð 62. fundar var samþykkt.

2) 707. mál - lögreglulög Kl. 15:14
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Róbert Ragnar Spanó, sem tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

3) 722. mál - útlendingar Kl. 15:50
Tillaga formanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Bryndísi Haraldsdóttur, Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, Bergþóri Ólasyni, Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur, Líneik Önnu Sævarsdóttur, Dagbjörtu Hákonardóttur, Jódísi Skúladóttur og Eyjólfi Ármannssyni.
Halldóra Mogensen sat hjá við afgreiðsluna.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögum standa Bryndís Haraldsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Jódís Skúladóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir.
Bergþór Ólason, Dagbjört Hákonardóttir, Eyjólfur Ármannsson og Halldóra Mogensen boðuðu sérálit.

Halldóra Mogensen lagði fram eftirfarandi bókun: „Undirrituð mótmæla því harðlega að jafn umdeilt og umfangsmikið màl sé tekið út úr nefnd í ágreiningi einungis nokkrum klukkustundum eftir að áliti meiri hluta nefndarinnar er dreift til nefndarinnar. Áform um að taka málið til umræðu í þingsal á morgun eru mjög gagnrýniverð og ólýðræðisleg í ljósi þess skamma tíma sem minni hlutinn hefur til þess að bregðast við àliti meiri hlutans og kynna sér álit annarra í minni hluta. Að auki er ómögulegt fyrir áheyrnarfulltrúa að taka afstöðu til álitana á þessum stutta tíma, í því skyni að taka mögulega undir eitthvert þeirra.“
Sigmar Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, tók undir bókunina.

4) 931. mál - skák Kl. 16:44
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hildi Ýr Þórðardóttur og Önnu Tryggvadóttur frá mennta- og barnamálaráðuneyti.

5) 934. mál - námsstyrkir Kl. 16:57
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Stellu Hallsdóttur og Önnu Tryggvadóttur frá mennta- og barnamálaráðuneyti.

6) 938. mál - opinber skjalasöfn Kl. 17:04
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steindór Dan Jensen og Baldur Þóri Guðmundsson frá menningar- og viðskiptaráðuneyti.

Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu, sbr. 51. gr. þingskapa, þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem berast um málið.

7) 937. mál - listamannalaun Kl. 17:28
Dagskrárlið frestað.

8) Önnur mál Kl. 17:28
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:29