67. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, föstudaginn 24. maí 2024 kl. 13:15


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 13:15
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 13:15
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 13:15
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 13:15
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 13:15
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:15
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir Jódísi Skúladóttur (JSkúl), kl. 13:15
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 13:15

Bergþór Ólason og Eyjólfur Ármannsson voru fjarverandi.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og Halldóra Mogensen tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:15
Fundargerðir 64., 65. og 66. fundar voru samþykktar.

2) 722. mál - útlendingar Kl. 13:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurveigu Þórhallsdóttur frá umboðsmanni barna.

Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneyti, sbr. 51. gr. þingskapa, þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til umsagnar um málið frá umboðsmanni barna.

3) 935. mál - Menntasjóður námsmanna Kl. 14:02
Nefndin fjallaði um málið.

4) 928. mál - fullnusta refsinga Kl. 14:24
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 14:35
Nefndin samþykkti að halda aukafund mánudaginn 3. júní, sbr. 2. mgr. 13. gr. starfsreglna fastanefnda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:42