69. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 6. júní 2024 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:40
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:10
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:15
Lenya Rún Taha Karim (LenK), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Jódísi Skúladóttur (JSkúl), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi.
Steinunn Þóra Árnadóttir vék af fundi kl. 09:38-10:12 vegna annarra þingstarfa.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 68. fundar var samþykkt.

2) 937. mál - listamannalaun Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Óskar Eggert Óskarsson og Ágúst Hjört Ingþórsson frá Rannís.

3) 935. mál - Menntasjóður námsmanna Kl. 09:52
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Valgeirsdóttur og Val Árnason frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti.

4) Önnur mál Kl. 09:10
Lenya Rún Taha Karim lagði fram beiðni um að nefndin óski eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneyti um aðgerðir lögreglu í mótmælum sbr. 51. gr. og 26. gr. þingskapa. Nefndin ræddi málið.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20