70. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, föstudaginn 7. júní 2024 kl. 13:05


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 13:05
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 13:05
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG) fyrir Lenya Rún Taha Karim (LenK), kl. 13:05
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 13:48
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 13:05
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 13:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:05
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 13:05

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir tengdist fundinum með notkun fjarfundarbúnaðar samkvæmt heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa kl. 13:41. Berglind Ósk Guðmundsdóttir boðaði forföll.
Jódís Skúladóttir vék af fundi kl. 16.06, Sigmar Guðmundsson af fundi kl. 16.07 og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir af fundi kl. 16:17.

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Fundargerð 69. fundar var samþykkt.

2) 938. mál - opinber skjalasöfn Kl. 13:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Árna Pétur Árnason, Hrafn Sveinbjarnarson og Sigurð Gylfa Magnússon og frá Sögufélagi Kópavogs Frímann Inga Helgason. Þá mættu einnig þau Óskar Þór Þráinsson og Lena Mjöll Markúsdóttir frá Reykjavíkurborg. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 937. mál - listamannalaun Kl. 14:08
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund frá kl. 14:08-15:52 þá Steingrím Dúa Másson og Hákon Má Oddsson frá félagi kvikmyndagerðarmanna, Jónu Hlíf Halldórsdóttur frá Bandalagi íslenskra listamanna, Kolbrúnu Halldórsdóttur frá BHM, Heiðar Inga Svansson frá Félagi íslenskra bókaútgefenda, Margréti Tryggvadóttur og Sigríði Hagalín Björnsdóttur frá Rithöfundasambandi Íslands, Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur frá félagi íslenskra söngkennara, Hlyn Helgason frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Ingibjörgu Jóhannsdóttur frá Listasafni Íslands, Hrafnhildi Theodórsdóttir frá félagi íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og Margréti Hrafnsdóttur frá félagi íslenskra tónlistarmanna og þá frá kl. 15:54-16:07 þau Höllu Helgadóttur frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Pál Ragnar Pálsson frá Tónskáldafélagi Íslands og Guðrúnu Björk Bjarnadóttur frá STEF - sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá samþykkti nefndin að taka á móti gögnum í trúnaði, sbr. 3. mgr. 50. gr. þingskapa og 3. mgr. 37. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

4) 935. mál - Menntasjóður námsmanna Kl. 15:52
Tillaga formanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Að nefndaráliti meiri hluta standa Bryndís Haraldsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Jódís Skúladóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir. Berglind Ósk Guðmundsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa. Eyjólfur Ármannsson boðaði álit minni hluta.

5) Önnur mál Kl. 16:07
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lagði til að nefndin hæfi frumkvæðismál, sbr. 26. gr. þingskapa, varðandi aðgerðir lögreglu í mótmælum sem fram fóru í tilefni ríkisstjórnarfundar við Skuggasund 31. maí sl. og óskaði eftir því að nefndin greiddi atkvæði um þá tillögu. Með tillögunni greiddu atkvæði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Dagbjört Hákonardóttir og Eyjólfur Ármannsson. Var tillagan felld.
Þá lagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir fram beiðni um að nefndin fengi afhent gögn sem félags- og vinnumarkaðsráðherra óskaði eftir frá forsætisráðuneytinu og lögð voru fyrir ríkisstjórn um verkferla og ákvarðanir lögreglu vegna mótmæla sem fram fóru í tilefni ríkisstjórnarfundar við Skuggasund 31. maí sl. Nefndin ræddi málið.

Fundi slitið kl. 16:27