72. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 12. júní 2024 kl. 11:07


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 11:12
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 11:07
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 11:07
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 11:07
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 11:07
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 11:07
Lenya Rún Taha Karim (LenK), kl. 11:07
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 11:07
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 11:07

Eyjólfur Ármannsson, 1. varaformaður nefndarinnar, setti fund í fjarveru formanns og stýrði fundinum þar til formaður mætti og tók við stjórn fundarins kl. 11.12.
Þá var Bergþór Ólason fjarverandi.

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:07
Lið frestað.

2) 737. mál - þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta Kl. 11:18
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hrafn Hlynsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Áslaugu Friðriksdóttur og Sigurð Örn Guðleifsson frá forsætisráðuneyti. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 938. mál - opinber skjalasöfn Kl. 11:07
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Að nefndaráliti meiri hluta standa Bryndís Haraldsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Jódís Skúladóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir.
Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið skv. heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa. Ekki voru boðuð álit minni hluta.

4) 937. mál - listamannalaun Kl. 11:10
Nefndin ræddi málið.

5) 449. mál - almennar sanngirnisbætur Kl. 12:31
Lið frestað.

6) Önnur mál Kl. 12:32
Nefndin ræddi um veitingu íslensks ríkisborgararéttar með lögum. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:00