75. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 19. júní 2024 kl. 10:00


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 10:00
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 10:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 10:00
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 10:07
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Halldóru Mogensen (HallM), kl. 10:00
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 10:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 10:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:00
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 10:00

Bergþór Ólason var fjarverandi.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerð 74. fundar var samþykkt.

2) 737. mál - þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta Kl. 10:01
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Bryndísi Haraldsdóttur, Líneik Önnu Sævarsdóttur, Eyjólfi Ármannssyni, Jódísi Skúladóttur og Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur. Björn Leví Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Bryndís Haraldsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Jódís Skúladóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir.

Bergþór Ólason, Dagbjört Hákonardóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins. Berglind Ósk Guðmundsdóttir ritar undir álitið skv. heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

3) 449. mál - almennar sanngirnisbætur Kl. 10:05
Dagskrárlið frestað.

4) 903. mál - skráð trúfélög o.fl. Kl. 10:05
Nefndin fjallaði um málið.

5) Veiting ríkisborgararéttar Kl. 10:17
Formaður gerði grein fyrir erindi frá forseta Alþingis til nefndarinnar varðandi ósk þingmanns um aðgang að umsóknum og fylgigögnum þeirra vegna fyrirliggjandi tillögu um veitingu ríkisborgararéttar, sbr. 3. mgr. 40. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Tillaga um að nefndin flytji frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 10:44
Nefndin ræddi starfið framundan og fyrirkomulag næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:58