77. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 20. júní 2024 kl. 14:00


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 14:00
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 14:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 14:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG) fyrir Halldóru Mogensen (HallM), kl. 14:00
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 14:00
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 14:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 14:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 14:00
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 14:00

Bergþór Ólason var fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 14:00
Fundargerð 76. fundar var samþykkt.

2) 707. mál - lögreglulög Kl. 14:04
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Helga Valberg Jensen og Karl Steinar Valsson frá embætti ríkislögreglustjóra. Því næst komu Þyrí Halla Steingrímsdóttir frá Lögmannafélagi Íslands og Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður. Loks komu Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Einar Tryggvason frá embætti ríkissaksóknara.

3) Önnur mál Kl. 15:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:15