42. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 21. febrúar 2013 kl. 08:32


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 08:32
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 08:32
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 08:32
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 08:32
Skúli Helgason (SkH), kl. 08:32
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 08:32
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 08:32

SER og TÞH voru fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 08:32
Farið var yfir fundargerðir síðustu funda og þær samþykktar til birtingar á vef nefndarinnar.

2) 134. mál - áfengislög Kl. 08:34
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Að álitinu standa: BjörgvS, SkH, ÞrB, ÓÞG, BJ, SF.
Bókun ÞKG: Mótmælir harðlega málsmeðferð nefndarinnar á frumvarpinu.

3) Aðgerðir FBI á Íslandi sumarið 2011. Kl. 08:52
Á fund nefndarinnar komu Sigurður Þórðarson og Björn Jón Bragason. Fóru þeir yfir aðgerðir FBI á Íslandi sumarið 2001 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 478. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:28
Dagskrárlið frestað.

5) 583. mál - Þjóðminjasafn Íslands Kl. 09:29
Borin var upp sú tillaga að BjörgvS yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

6) Önnur mál. Kl. 09:29
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 09:29