55. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 11. mars 2014 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:14
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:06
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:16
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Svandís Svavarsdóttir var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Nefndin samþykkti fundargerðir 53. og 54. fundar.

2) 283. mál - rannsóknir og saksókn í efnahagsbrotamálum Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar komu Hólmsteinn Gauti Sigurðsson frá embætti sérstaks saksóknara, Skúli Magnússon frá Dómarafélagi Íslands og Símon Sigvaldason frá Dómstólaráði. Fóru þeir yfir skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 249. mál - útlendingar Kl. 10:11
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

4) 148. mál - Lánasjóður íslenskra námsmanna Kl. 10:25
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Allir viðstaddir nefndarmenn voru samþykkir álitinu.
SSv var á áliti sbr. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

5) 268. mál - aðgerðaáætlun um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni Kl. 10:30
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Allir viðstaddir nefndarmenn voru samþykkir álitinu.
SSv var á áliti sbr. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

6) 213. mál - færsla eftirlits með rafföngum til Mannvirkjastofnunar Kl. 10:37
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Allir viðstaddir nefndarmenn voru samþykkir álitinu.
SSv var á áliti sbr. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

7) Önnur mál Kl. 10:45
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:45