21. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 27. nóvember 2014 kl. 08:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:30
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 08:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:30

Líneik Anna Sævarsdóttir var fjarverandi vegna persónulegra aðstæðna.
Bjarkey Gunnarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 17. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 08:30
Á fund nefndarinnar komu Steve Pappas frá Costco Wholesale Corporation, Guðmundur Ingvi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður og Hrafn Steingrímsson frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Vopnaeign lögreglunnar. Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar kom Snorri Olsen frá Tollstjóra. Fór hann yfir tengsl tollstjóraembættisins við vopnaeign lögreglu og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Heiðurslaun listamanna. Kl. 09:45
Nefndin afgreiddi afgreiddi breytingatillögu við fjárlög 2015 um skiptingu heiðurslaun listamanna.
Allir viðstaddir nefndarmenn voru sammála tillögunni.

4) Önnur mál Kl. 09:55
Bókun nefndar: Nefndin leggur fram bókun þess efnis að endurskoðunnar sé þörf á þeim lögum sem heiðurslaun listamanna byggja á, sbr. lög nr. 66/2012 um heiðurslaun listamanna.

Fundi slitið kl. 10:00