40. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 1. mars 2016 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 09:11
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Helgi Hrafn Gunnarsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir nr. 37,38 og 39 voru samþykktar.

2) 13. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Ívar J. Arndal, Sigrún Ósk Sigurðardóttir og Sveinn Víkingur Árnason frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Þóra Jónsdóttir frá Barnaheillum, Heiða Björg Pálmadóttir og Halldór Birgisson frá Barnaverndarstofu, Þórgnýr Thoroddsen, Gunnar Sigurðsson og Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir frá Fágun- Félag áhugafólks um gerjun, Ólafur Stephensen frá Félagi atvinnurekenda, Björg Ásta Þórðardóttir og Almar Guðmundsson frá Samtökum iðnaðarins, Sóley Ragnarsdóttir frá Samkeppniseftirlitinu,Lárus M.K. Ólafsson frá SVÞ- Samtök verslunar og þjónustu og Frosti Ólafsson frá Viðskiptaráði Íslands. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 401. mál - almenn hegningarlög Kl. 11:15
Dagskrárlið frestað.

4) 32. mál - endurskoðun laga um lögheimili Kl. 11:18
Borin var upp tillaga að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 11:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20