56. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. apríl 2016 kl. 15:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 15:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 15:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 15:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 15:07
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 15:16
Karl Garðarsson (KG), kl. 15:15

Vilhjálmur Árnason og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir boðuðu forföll.
Hjálmar Bogi Hafliðason mætti kl. 15:00 og sat fyrir Líneik Önnu Sævarsdóttur þar til kl. 15:30.
Guðmundur Steingrímsson vék af fundi kl. 16:10.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) 51. mál - spilahallir Kl. 15:00
Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Fanneyju Óskarsdóttur frá innanríkisráðuneytinu, Ragnar Árna Sigurðsson frá Seðlabanka Íslands, Bergsvein Sampsted og Örnu B. Jónasdóttur frá Valitor, Jón Ásgeir Tryggvason og Óskar H. Albertsson frá Ríkisskattstjóra, Johannes Rúnar Jóhannsson og Þorbjörn Björnsson frá Íslandsspilum, Kristínu S. Hjálmtýsdóttur frá Rauða krossinum á Íslandi, Jón Svanberg frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, Sigurð Ágúst Sigurðsson frá Happdrætti DAS, Guðmund Löve frá Happdrætti SÍBS, Eyvind G. Gunnarsson og Hörð Helga Helgason frá Happdrætti Háskóla Íslands, Stefán S. Konráðsson frá Íslenskri getspá, Líneyju Rut Halldórsdóttur frá Íþrótta- og Ólympíusambani Íslands, Auði Ingu Þorsteinsdóttur frá Ungmennafélagi Íslands og Lilju Þorgeirsdóttur og Ellen Calmon frá Öryrkjabandalagi Íslands. Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 40. mál - mjólkurfræði Kl. 16:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Ólaf Grétar Kristjánsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, sem gerði grein fyrir afstöðu ráðuneytisins og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 32. mál - endurskoðun laga um lögheimili Kl. 16:25
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Fanneyju Óskarsdóttur og Ólaf Kr. Hjörleifsson frá innanríkisráðuneyti, sem gerðu grein fyrir sjónarmiðum ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 575. mál - helgidagafriður Kl. 16:35
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Fanneyju Óskarsdóttur og Ólaf Kr. Hjörleifsson frá innanríkisráðuneyti, sem gerðu grein fyrir afstöðu ráðuneytisins.

5) 51. mál - spilahallir Kl. 17:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Guðmund R. Jónsson og Eyvind G. Gunnarsson frá Háskóla Íslands, Þórð Sveinsson frá Persónuvernd og Gunnar Val Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 17:34
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:34