13. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. febrúar 2017 kl. 08:30


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 08:30
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 08:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) fyrir Valgerði Gunnarsdóttur (ValG), kl. 09:23
Einar Brynjólfsson (EB), kl. 08:30
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 08:30
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 08:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:57
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 08:30

Vilhjálmur Árnason boðaði forföll.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:29
Fundargerðir 11. og 12. fundar voru samþykktar.

2) Þingmálaskrá 146. löggjafarþings Kl. 08:30
Á fund nefndarinnar komu Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra og Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, Ingibjörg Broddadóttir og Karl Pétur Jónsson frá velferðarráðuneyti. Ráðherra kynnti þingmálaskrá sína fyrir 146. löggjafarþing og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 101. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:30
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Andrés Ingi Jónsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

4) 113. mál - dómstólar Kl. 09:31
Nefndin fjallaði um málið og ræddi gestakomur vegna málsins.

5) Önnur mál Kl. 09:36
Nefndin ræddi fyrirhugaðar heimsóknir.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:40