17. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 2. mars 2017 kl. 09:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:00
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Einar Brynjólfsson (EB), kl. 09:00
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 09:05

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 14., 15. og 16. fundar voru samþykktar.

2) 77. mál - úttekt á starfsemi fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins og leiðir til að tryggja stöðu þeirra Kl. 09:02
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Eygló Harðardóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

3) 106. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 09:05
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt. Jafnframt var samþykkt að leita umsagnar velferðarnefndar um málið.

Tillaga um að Pawel Bartoszek verði framsögumaður málsins var samþykkt.

4) Ofbeldi í samfélaginu. Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar komu Ragna Bjarnadóttir, María Rut Kristinsdóttir og Hildur Dungal frá innanríkisráðuneyti og Ingibjörg Broddadóttir frá velferðarráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir vinnu stjórnvalda tengt ofbeldi í íslensku samfélagi og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:29
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:29