26. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 30. mars 2017 kl. 08:35


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 08:35
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 08:35
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur (ÁslS), kl. 09:37
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) fyrir Andrés Inga Jónsson (AIJ), kl. 08:35
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 08:35
Gunnar Hrafn Jónsson (GHJ), kl. 08:35
Óli Björn Kárason (ÓBK) fyrir Valgerði Gunnarsdóttur (ValG), kl. 09:37
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 08:35

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var fjarverandi. Birgir Ármannsson og Óli Björn Kárason viku af fundi kl. 9:51.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:35
Frestað til næsta fundar.

2) 106. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar mættu Árni Guðmundsson frá SAFF, Guðlaug B. Guðjónsdóttir frá Fræ - fræðslu og forvörnum, Almar Guðmundsson frá Samtökum iðnaðarins, Lárus Ólafsson frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu og Gunnar Valur Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Fóru þau yfir umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 236. mál - útlendingar Kl. 09:30
Nefndin afgreiddi málið með samþykki allra viðstaddra nema Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og Gunnars Hrafns Jónssonar sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Að nefndaráliti meiri hluta standa Birgir Ármannsson, Eygló Harðardóttir, Nichole Leigh Mosty, Óli Björn Kárason, Pawel Bartoszek og Vilhjálmur Árnason.

4) Önnur mál Kl. 09:54
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 09:54