34. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 5. maí 2017 kl. 16:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 16:00
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 16:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 16:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 16:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Gunnar Hrafn Jónsson (GHJ), kl. 16:00
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 16:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 16:00
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 16:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 16:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 16:00

Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 17:25.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 16:00
Fundargerð 33. fundar var samþykkt.

2) Staða framhaldsskóla Kl. 16:10
Á fund nefndarinnar komu Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra, Gísli Þór Magnússon og Ásta Magnúsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Mennta- og menningarmálaráðherra gerði grein fyrir sjónarmiðum um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 235. mál - vopnalög Kl. 16:01
Málið var afgreitt með samþykki allra nefndarmanna. Allir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti og breytingartillögum.

4) Önnur mál Kl. 17:47
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:47