59. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, þriðjudaginn 17. júlí 2018 kl. 14:20


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 14:20
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 14:20
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 14:20
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 14:20
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 14:20
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 14:20
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 14:20
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 14:20
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 14:20
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 14:20

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir
Steindór Dan Jensen

Fundurinn var sameiginlegur með atvinnuveganefnd. Fyrir atvinnuveganefnd mættu: Lilja Rafney Magnúsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Ásmundur Friðriksson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Njáll Trausti Friðbertsson, Sigurður Páll Jónsson og Smári McCarthy.

Bókað:

1) 676. mál - samstarfsverkefni Alþingis og Hins íslenska bókmenntafélags í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands Kl. 14:20
Nefndirnar fjölluðu um málið og fengu á sinn fund Jón Sigurðsson frá Hinu íslenzka bókmenntafélagi. Nefndin samþykkti að lýsa stuðningi við framgang málsins og að afgreiða það til síðari umræðu án nefndarálits.

2) 675. mál - verkefni í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands í þágu barna og ungmenna og rannsókna er stuðli að sjálfbærni auðlinda hafsins Kl. 14:35
Nefndirnar fjölluðu um málið og fengu á sinn fund Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Sigurð Guðjónsson frá Hafrannsóknastofnun. Nefndin samþykkti að lýsa stuðningi við framgang málsins og afgreiða það til síðari umræðu án nefndarálits. Atvinnuveganefnd, sem einnig sat fundinn, samþykkti einnig að lýsa stuðningi við framgang málsins.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:56