1. fundur
atvinnuveganefndar á 155. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 17. september 2024 kl. 09:00


Mætt:

Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) formaður, kl. 09:00
Daði Már Kristófersson (DMK), kl. 09:00
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir Ingu Sæland (IngS), kl. 09:00

Teitur Björn Einarsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Kosning 1. og 2. varaformanns Kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson lagði til að kosið yrði að nýju um 1. og 2. varaformann nefndarinnar skv. 4. mgr. 14. gr. laga um þingsköp Alþingis. Lagði hann til að Halldóra Mogensen yrði 1. varaformaður og að Teitur Björn Einarsson yrði 2. varaformaður. Allir viðstaddir nefndarmenn studdu tillögurnar og voru þær því rétt fram bornar.

Gengið var til kosningar með handauppréttingu og kusu allir viðstaddir nefndarmenn Halldóru Mogensen í embætti 1. varaformanns og Teit Björn Einarsson í embætti 2. varaformanns.

Rétt kjörin í stjórn nefndarinnar voru Halldóra Mogensen 1. varaformaður og Teitur Björn Einarsson 2. varaformaður.

2) Umsagnarbeiðnir Kl. 09:10
Nefndin samþykkti að veita formanni heimild til að óska eftir umsögnum um þingmál sem til hennar er vísað enda verði nefndarmönnum gefinn kostur á að koma að ábendingum um umsagnaraðila og umsagnarbeiðnin sett á dagskrá næsta fundar nefndarinnar þar á eftir til staðfestingar, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda. Ákveðið var að heimildin tæki eingöngu til mála þar sem umsagnarfrestur væri hefðbundinn.

3) Störf nefndarinnar Kl. 09:15
Nefndin ræddi starfið framundan.

4) Önnur mál Kl. 09:18
Nefndin samþykkti að hefja frumkvæðismál um öryggismál ferðamanna í skoðunarferðum, á grundvelli 26. gr. þingskapa. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:20