43. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. mars 2020 kl. 15:05


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 15:05
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 15:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 15:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 15:15
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 15:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 15:15
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 15:05
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 15:05
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 15:05

Ásmundur Friðriksson og Njáll Trausti Friðbertsson mættu kl. 15:15 vegna þingflokksfundar.
Jón Þór Ólafsson vék af fundi kl. 16:25.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir vék af fundi kl. 16:44.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Fundargerðir 41. og 42. fundar voru samþykktar.

2) 608. mál - innflutningur dýra Kl. 15:05
Á fund nefndarinnar mættu Ása Þórhildur Þórðardóttir og Elísabet Anna Jónsdóttir. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 120. mál - ráðstafanir til að draga úr notkun pálmaolíu á Íslandi Kl. 15:40
Á fund nefndarinnar mætti Jón Bernódusson og Guðmundur Haukur Sigurðarson var með nefndinni á fjarfundi. Fjölluðu þeir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Áhrif kórónaveirunnar COVID-19 á ferðaþjónustu Kl. 16:20
Á fund nefndarinnar mætti Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Fjallaði hann um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 17:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:20