8. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 5. nóvember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 1. október sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 7. fundar var samþykkt.

2) 44. mál - mótun sjálfbærrar iðnaðarstefnu Kl. 09:00
Nefndin ákvað að Helgi Hrafn Gunnarsson yrði framsögumaður málsins.

3) 37. mál - tímabinding veiðiheimilda til 20 ára o.fl. Kl. 09:00
Nefndin ákvað að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir yrði framsögumaður málsins.

4) 112. mál - ráðstafanir til að draga úr notkun pálmaolíu á Íslandi Kl. 09:00
Nefndin ákvað að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir yrði framsögumaður málsins.

5) 49. mál - aðgerðaáætlun um nýtingu þörunga Kl. 09:00
Nefndin ákvað að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður málsins.

6) 56. mál - samvinnufélög o.fl. Kl. 09:00
Nefndin ákvað að Lilja Rafney Magnúsdóttir yrði framsögumaður málsins.

7) 202. mál - tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigrúnu Brynju Einarsdóttur og Þórarin Örn Þrándarson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) 224. mál - búvörulög Kl. 09:17
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ásu Þórhildi Þórðardóttur og Elísabetu Önnu Jónsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað að Ásmundur Friðriksson yrði framsögumaður málsins.

9) 12. mál - merkingar og upplýsingaskylda varðandi vörur sem tengjast orkunotkun Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Lárus Ólafsson frá Samtökum iðnaðarins og Margréti Ósk Óskarsdóttur og Ragnhildi Sif Hafstein frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

10) Önnur mál Kl. 09:57
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00