57. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 13. apríl 2021 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
María Hjálmarsdóttir (MH), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Halla Signý Kristjánsdóttir og Haraldur Benediktsson boðuðu forföll.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 616. mál - einkaleyfi Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund Brynhildi Pálmarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hún kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað að Ásmundur Friðriksson yrði framsögumaður málsins.

3) 628. mál - raforkulög og stofnun Landsnets hf. Kl. 09:20
Nefndin fékk á sinn fund Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hann kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað að Njáll Trausti Friðbertsson yrði framsögumaður málsins.

4) 604. mál - tímabundnar endurgreiðslur til kvikmyndagerðar á Íslandi Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og á fund hennar komu Hilmar Sigurðsson frá Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Sigríður Mogensen frá Samtökum iðnaðarins og Bergþóra Halldórsdóttir og Einar Hansen Tómasson frá Íslandsstofu.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:33
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:35