10. fundur
atvinnuveganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 1. mars 2022 kl. 09:10


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:10
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:17
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:10
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:10
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:10
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:10
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir Ingu Sæland (IngS), kl. 09:10
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:10
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:59

Þórarinn Ingi Pétursson tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði sbr. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa Alþingis.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 349. mál - stjórn fiskveiða Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mættu Agnar Bragi Bragason og Guðmundur Jóhannesson frá matvælaráðuneyti.

3) 350. mál - stjórn fiskveiða og lög um veiðigjald Kl. 09:26
Á fund nefndarinnar mættu Agnar Bragi Bragason og Guðmundur Jóhannesson frá matvælaráðuneyti.

Gestir viku kl.l 9:48 og nefndin ræddi málið.

4) Áhrif stríðsins í Úkraínu á útflutning og innflutning í sjávarútvegi og landbúnaði Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar mættu Jón Þrándur Stefánsson og Arnar Freyr Einarsson frá matvælaráðuneyti.

Gestir viku kl. 10:20 og nefndin ræddi málið.

5) 386. mál - fiskveiðistjórn Kl. 10:25
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður þess.

6) Önnur mál Kl. 10:26
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:26