56. fundur
atvinnuveganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 15. maí 2024 kl. 15:00


Mætt:

Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 15:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 15:00
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD), kl. 15:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:00
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 15:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 15:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 15:00

Óli Björn Kárason vék af fundi kl. 16:00.
Eva Dögg Davíðsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerð 51. - 54. fundar var samþykkt.

2) 898. mál - breytingar á ýmsum lögum vegna eftirlits og leyfisveitinga Orkustofnunar Kl. 15:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Magnús Dige Baldursson og Erlu Sigríði Gestsdóttur frá umhverfis-, orku- og loftslagráðuneyti, Þórólf Nielsen og Ólaf Arnar Jónsson frá Landsvirkjun, Lárus M. K. Ólafsson frá Samtökum iðnaðarins, Sigurð Helgason frá Samtökum atvinnulífsins og Finn Beck frá Samorku.

3) Önnur mál Kl. 16:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:25