4. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 20. október 2011 kl. 08:34


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 08:34
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 08:34
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 08:34
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 08:34
Logi Már Einarsson (LME), kl. 08:34
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 08:34
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 08:34
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 08:34
Þór Saari (ÞSa), kl. 08:34

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Tillaga um að opna 4. dagskrárlið fyrir fréttamönnum (gestafundur). Kl. 08:35
LRM lagði fram tillögu um að opna 4. dagskrárlið fyrir fréttamönnum. Tillagan var samþykkt án athugasemda.
EKG lagði fram tillögu um að þegar kæmi að því að nefndin fundaði með ALCOA af sama tilefni þá yrði sá fundur einnig opinn fréttamönnum. Tillagan var samþykkt án athugasemda.

2) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 08:36
LRM las drög að fundargerð síðasta fundar nefndarinnar. Tvær athugasemdir voru gerðar við efni hennar. Var fundargerðin samþykkt að teknu tilliti til gerðra athugasemda.

3) 7. mál - efling græna hagkerfisins á Íslandi Kl. 08:38
Lögð var fram tillaga um að MSch yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda.
MSch lagði fram tillögu um að málið yrði sent til umsagnar en nefndarmönnum yrði veitt færi til tilnefningar umsagnaraðila til hádegis 21. október. Tillagan var samþykkt án athugasemda.

4) Málefni álvers á Bakka við Húsavík. Kl. 08:44 - Opið fréttamönnum
Á fund nefndarinnar komu Hörður Arnarson og Ragna Árnadóttir frá Landsvirkjun. Þá voru Bergur Elías Ágústsson og Gunnlaugur Stefánsson frá Norðurþingi, Guðrún María Valgeirsdóttir, Dagbjört S. Bjarnadóttir og Böðvar Pétursson frá Skútustaðahreppi og Tryggvi Harðarson og Arnór Benónýson frá Þingeyjarsveit gestir nefndarinnar í gegnum síma. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
Viðstaddir fundinn á meðan dagskrárliðurinn var tekinn fyrir voru Ægir Þór Eysteinsson, Tómas Gunnarsson og Einar Árnason fréttamenn.
Skömmu eftir að dagskrárliðurinn var tekinn til umfjöllunar andmæltu fulltrúar Skútustaðahrepps andmæltu veru fréttamanna á fundinum og luku þátttöku að svo búnu.

5) Önnur mál. Kl. 10:18
LME mætti sem varaþingmaður KLM.
LRM stýrði fundi í fjarveru KLM.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:20