14. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. nóvember 2011 kl. 09:00


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:00
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 09:00
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:00
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:00
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:00
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:00
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:00

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) 7. mál - efling græna hagkerfisins á Íslandi Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Sigrún Hermannsdóttir frá Háskólanum á Bifröst, Jóhannes Sveinbjörnsson og Ólafur Arnalds frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, Oddný Anna Björnsdóttir og Dominique Plédel Jónsson frá Samtökum lífrænna neytenda, Bjarni Jónsson frá Sambandi garðyrkjubænda, Bryndís Skúladóttir og Bjarni Már Gylfason frá Samtökum iðnaðarins, Elvar Knútur Valsson frá iðnaðarráðuneytinu, Gústaf Adolf Skúlason frá Samorku, Kjartan Bollason frá félagi umhverfisfræðinga, Guðmundur Hörður Guðmundsson frá Landvernd og Aðalsteinn Sigurgeirsson, Brynjólfur Jónsson og Þorbergur Hjalti Jónsson frá Skófræðingafélagi Íslands. Þá var Aðalsteinn Óskarsson frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga gestur nefndarinnar í gegnum síma. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
Á fundinum voru eftirfarandi gögn lögð fram:
- Súlurit sem sýna skiptingu fjárframlaga til verkefna á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og umhverfisráðuneytisins.
- Viðbótarumsögn Samtaka lífrænna neytenda.
- Bæklingur, PRIME(Principles for Responsible Management Education).
- Ritið Jarðvegsrof á íslandi.
- Ritið Vistheimt á Íslandi.

2) Önnur mál. Kl. 12:10
Fyrir fundinn voru lögð drög að áliti nefndarinnar á þingmáli nr. 1, frumvarp til fjárlaga 2012. Lögð var fram tillaga um að álitsdrögin yrðu samþykkt sem álit nefndarinnar. Tillagan var samþykkt af BVG, KLM, LRM, MSch og ÓÞ. Á sama tíma tilkynntu JónG og EKG og SIJ að þeir myndu skila séráliti. ÞSa tilkynnti að hann myndi ekki skila áliti.
Nefndin ræddi stuttlega um dagskrá næsta fundar.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.
ÓÞ vék af fundi kl. 11:52 vegna annarra þingstarfa.

Fundi slitið kl. 12:12