29. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 24. janúar 2012 kl. 09:45


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:45
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:45
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:45
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 10:04
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:45

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 10:48
Fyrir fundin voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt óbreytt.

2) 22. mál - norræna hollustumerkið Skráargatið Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar kom Ragnheiður Héðinsdóttir frá Samtökum iðnaðarins. Ragnheiður kynnti nefndinni afstöðu samtakanna til þingmálsins og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) Skýrsla starfshóps um breytingar á niðurgreiðslum til húshitunar. Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar kom Kristinn Einarsson frá Orkustofnun. Benedikt Guðmundsson frá Orkustofnun var gestur nefndarinnar í gegnum síma. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu stofnunarinnar til skýrslu starfshóps um breytingar á niðurgreiðslum til húshitunar og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) Staða geitaræktar á Íslandsi. Kl. 10:50
Á fund nefndarinnar komu Kristinn Hugason frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og Ólafur Dýrmundsson frá Bændasamtökum Íslands. Þá voru Birna Baldursdóttir frá Landbúnaðarháskóla Íslands og Jóhanna B. Þorvaldsdóttir frá Geitaræktarfélagi Íslands gestir nefndarinnar í gegnum síma. Gestirnir kynntu nefndinni stöðu geitaræktar á Íslandi og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

5) 7. mál - efling græna hagkerfisins á Íslandi Kl. 11:38
Umfjöllun um málið var frestað.

6) Önnur mál. Kl. 11:38
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.
SIJ mætti seint til fundar sökum ófærðar.
BVG var fjarverandi vegna nefndastarfa í annarri fastanefnd.
JónG og ÓÞ voru fjarverandi vegna Norðurlandaráðsþings.
MSch var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.


Fundi slitið kl. 11:38