39. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. mars 2012 kl. 15:09


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 15:09
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 15:09
Illugi Gunnarsson (IllG) fyrir EKG, kl. 16:10
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 15:09
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 15:09
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 15:09
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 15:09
Þór Saari (ÞSa), kl. 15:09

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 15:09
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) Fiskeldi - leyfamál. Kl. 15:12
Á fund nefndarinnar komu Sigurgeir Þorgeirsson frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og Magnús Jóhannesson frá umhverfisráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni vinnu sína við skoðun á leyfamálum Fiskeldisfyrirtækja og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 508. mál - framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög Kl. 15:47
Á fund nefndarinnar komu Sigurgeir Þorgeirsson og Ólafur Friðriksson frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni þingmálið og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
Lögð var fram tillaga um að óska umsagnar efnahags- og viðskiptanefndar um málið með 10 daga umsagnarfresti. Tillagan var samþykkt.

4) 7. mál - efling græna hagkerfisins á Íslandi Kl. 16:04
Nefndin ræddi málið.
Lögð var fram tillaga um að KLM yrði framsögumaður málsins í stað MSch. Tillagan var samþykkt.

5) Önnur mál. Kl. 17:00
Nefndin fjallaði um beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um að vísa 86. máli til nefndarinnar. Lögð var fram tillaga um að hafna beiðninni. Tillagan var samþykkt.
Lögð var fram tillaga um að bjóða sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins til fundar í byrjun maí nk. Tillagan var samþykkt.
EKG var fjarverandi vegna veikinda.
SER var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 17:06