66. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 16. maí 2012 kl. 09:52


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 10:15
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 11:00
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:52
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:52
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:52
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:52

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) 727. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 09:52
Nefndin fundaði sameiginlega með umhverfis- og samgöngunefnd um málið og komu GLG, ÁJ, MÁ, RM, AtlG, ÁsmD og ÞBach á fundinn. GLG stýrði fundi.
Á fund nefndarinnar komu Oddný Harðardóttir og Helga Barðadóttir frá iðnaðarráðuneytinu og Svandís Svavarsdóttir og Sigríður Auður Arnardóttir frá umhverfisráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni undirbúning þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
Á fund nefndarinnar kom Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands. Gesturinn kynnti nefndinni afstöðu samtakanna til þingmálsins og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.

2) Önnur mál. Kl. 12:00
KLM kom seint til fundarins vegna annarra þingstarfa.
EKG kom seint til fundarins vegna tafa í flugsamgöngum frá Ísafirði.
LRM var fjarverandi.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 12:00