45. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 21. febrúar 2013 kl. 08:36


Mættir:

Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ) fyrir JónG, kl. 08:36
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 08:46
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 08:36
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 08:36
Logi Már Einarsson (LME), kl. 08:36
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 08:50

JRG og ÓÞ boðuðu forföll.
ÞSa var fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 10:00
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerðum 41-44. funda nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt. Nefndarritara var falið að fella nöfn fulltrúa Samtökum íslenskra fiskimanna inn í fundargerð 43. fundar þegar þau liggja fyrir.

2) 570. mál - stjórn fiskveiða Kl. 08:37
Á funda nefndarinnar komu Arnór Snæbjörnsson og Ingvi Már Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gestirnir kynntu einstök ákvæði frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál. Kl. 10:00
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:00