54. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 8. mars 2013 kl. 09:38


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:38
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 09:38
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:38
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:49
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:38
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:38
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:38
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:43

ÞSa var fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 10:32
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerðum 50. og 51. funda nefndarinnar.

2) 632. mál - kísilver í landi Bakka Kl. 10:32
Á fund nefndarinnar komu Þórður Reynisson og Margrét Sæmundsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni þingmálið og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
Lögð var fram tillaga um að málið yrði sent til umsagnar með fresti til að skila umsögnum til mánudagsins 11. mars nk. Tillagan var samþykkt.
Lögð var fram tillaga um að KLM yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt.

3) 633. mál - uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka Kl. 10:32
Á fund nefndarinnar komu Þórður Reynisson og Margrét Sæmundsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni þingmálið og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
Lögð var fram tillaga um að málið yrði sent til umsagnar með fresti til að skila umsögnum til mánudagsins 11. mars nk. Tillagan var samþykkt.
Lögð var fram tillaga um að KLM yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt.

4) Önnur mál. Kl. 10:32
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:32