63. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu Skála, þriðjudaginn 19. mars 2013 kl. 19:05


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 19:05
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 19:05
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 19:05
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 19:05

KLM og LRM boðuðu forföll.
ÓÞ, JónG og ÞSa voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 19:23
Fyrir fundin voru lögð drög að fundargerðum 60.-62 funda nefndarinnar.

2) 634. mál - vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu Kl. 19:05
Á fund nefndarinnar kom Elías Blöndal Guðjónsson frá Bændasamtökum Íslands. Elías kynnti nefndinni afstöðu til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) Önnur mál. Kl. 19:23
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 19:23