64. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herbergi Skála, miðvikudaginn 20. mars 2013 kl. 12:22


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) fyrir KLM, kl. 12:22
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 12:28
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 12:22
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 12:22
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir JRG, kl. 12:22
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 12:22

SIJ, JónG og ÞSa voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 12:30
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerðum 60.-63. funda nefndarinnar.

2) 634. mál - vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu Kl. 12:22
Lögð var fram tillaga um að BVG yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt.
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum LRM, OH, ÓÞ, BjörgvS og BVG. EKG greiddi atkvæði gegn tillögunni.

3) Önnur mál. Kl. 12:30
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 12:30