77. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 20. júní 2024 kl. 08:30


Mætt:

Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 08:30
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 08:30
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 08:30
Elín Íris Fanndal (EÍF), kl. 08:30
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 08:30
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 08:30
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 08:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 08:30

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tók þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Diljá Mist Einarsdóttir mætti á fundinn kl. 09:22, fram að því tók hún þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Teitur Björn Einarsson boðaði forföll.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerð 76. fundar var samþykkt.

2) 1160. mál - breyting á ýmsum lögum vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna Kl. 08:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Konráð Guðjónsson og Pál Þórhallsson frá forsætisráðuneyti og Björn Ragnarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Þá komu á fund nefndarinnar Anna Barbara Andradóttir frá Ákærendafélagi Íslands, Björg Thorarensen frá Dómarafélagi Íslands, Kristín Haraldsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon frá Dómstólasýslunni og Páley Borgþórsdóttir frá Lögreglustjórafélagi Íslands og tók hún þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

3) 1130. mál - breyting á ýmsum lögum um framhald á stuðningsaðgerðum vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ Kl. 09:22
Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál Kl. 09:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:30