21. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. nóvember 2015 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:10
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:10
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Líneik Anna Sævarsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gautur Sturluson
Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:00
Frestað til næsta fundar.

2) Tilskipanir 2014/23/ESB, 2014/24/ESB og 2014/25/ESB er varða opinber innkaup Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Hrafn Hlynsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, kynntu málið fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð (ESB) nr. 734/2013 er varðar eftirlit með ríkisaðstoð Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Haraldur Steinþórsson og Lilja Sturludóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Sif Guðjónsdóttir frá forsætisráðuneyti. Kynntu þau málið fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Breytingartillaga við 3. mgr. 103. gr. a. Kl. 10:10
Sigríður Á. Andersen, framsögumaður málsins, kynnti málið fyrir nefndarmönnum. Nefndin ákvað að flytja frumvarp um málið.

5) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:50