28. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 10. desember 2020 kl. 09:10


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:10

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 27. fundar var samþykkt.

2) 314. mál - skattar og gjöld Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið.

Samþykkt var að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum Óla Björns Kárasonar, Bryndísar Haraldsdóttur, Brynjars Níelssonar, Ólafs Þórs Gunnarssonar og Willums Þórs Þórssonar. Aðrir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Óli Björn Kárason, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Ólafur Þór Gunnarsson og Willum Þór Þórsson rituðu undir nefndarálit meiri hluta. Jón Steindór Valdimarsson og Oddný Harðardóttir boðuðu að skilað yrði minnihlutaálitum.

3) 334. mál - viðspyrnustyrkir Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið.

Samþykkt var að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum Óla Björns Kárasonar, Bryndísar Haraldsdóttur, Brynjars Níelssonar, Ólafs Þórs Gunnarssonar og Willums Þórs Þórssonar. Aðrir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Óli Björn Kárason, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Ólafur Þór Gunnarsson og Willum Þór Þórsson rituðu undir nefndarálit meiri hluta. Jón Steindór Valdimarsson, Oddný Harðardóttir og Smári McCarthy boðuðu að skilað yrði minnihlutaálitum.

4) 373. mál - rannsókn og saksókn í skattalagabrotum Kl. 09:40
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fresti til 11. janúar 2021 og að Brynjar Níelsson yrði framsögumaður málsins.

5) Skipulag næstu funda Kl. 09:42
Nefndin samþykkti að funda föstudaginn 11. desember utan hefðbundins fundartíma nefndarinnar.

6) Önnur mál Kl. 09:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:45