23. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 21. febrúar 2022 kl. 11:00


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 11:00
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 11:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 11:00
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 11:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 11:00
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD), kl. 11:00
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 11:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 11:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 11:15
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 11:10

Guðrún Hafsteinsdóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað skv. heimild í 17. gr. þingskapa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir stýrði fundi.

Ágúst Bjarni Garðarsson vék af fundi kl. 11:15 og Halla Signý Kristjánsdóttir tók sæti á fundinum í hans stað.

Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 291. mál - viðspyrnustyrkir Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Róbert Farestveit frá Alþýðusambandi Íslands, Soffíu Eydísi Björgvinsdóttur og Ævar Hrafn Ingólfsson frá KPMG Law og Laufeyju Guðmundsdóttur og Jónu Fanneyju Svavarsdóttur frá Samstöðuhópi einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu.

3) 44. mál - virðisaukaskattur Kl. 11:10
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Ásthildur Lóa Þórsdóttir verði framsögumaður þess.

4) 253. mál - fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru Kl. 11:45
Dagskrárliðnum var frestað.

5) Önnur mál Kl. 11:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45