4. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 28. september 2022 kl. 15:00


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 15:00
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 15:00
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 15:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 15:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 15:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 15:00
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 15:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:00


Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafði boðað forföll vegna utanlandsferðar á vegum þingsins.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Lið frestað.

2) Kynning á þingmálaskrá fjármála- og efnahagsráðherra á 153. löggjafarþingi Kl. 15:00
Á fundinn mætti Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ásamt Haraldi Steinþórssyni, Hrafni Hlynssyni, Guðrúnu Þorleifsdóttur og Ingibjörgu Helgu Helgadóttir úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 133. mál - skattalegir hvatar vegna launa keppnis- og afreksíþróttafólks Kl. 15:45
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til og með 12. október og að Ágúst Bjarni Garðarsson verði framsögumaður þess.

4) 11. mál - samstöðuaðgerðir vegna verðbólgu og vaxtahækkana Kl. 15:46
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til og með 12. október og að Jóhann Páll Jóhannsson verði framsögumaður þess.

5) 12. mál - vextir og verðtrygging o.fl. Kl. 15:47
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til og með 12. október og að Ásthildur Lóa Þórsdóttir verði framsögumaður þess.

6) Önnur mál Kl. 15:50
Nefndin ræddi starfið framundan. Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:56