54. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 28. apríl 2023 kl. 11:10


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 11:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 11:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 11:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 11:10
Indriði Ingi Stefánsson (IIS), kl. 11:10
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) fyrir Loga Einarsson (LE), kl. 11:10
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 11:10
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Ágúst Bjarna Garðarsson (ÁBG), kl. 11:10

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:10
Frestað.

2) 415. mál - upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar Kl. 11:17
Tillaga formanns um afgreiðslu málsins var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum utan Indriða Inga Stefánssonar, sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Undir nefndarálit meiri hlutans með breytingartillögu rita Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður, Þórarinn Ingi Pétursson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Páll Jóhannsson og Lilja Rafney Magnúsdóttir.

3) 980. mál - rafrænar skuldaviðurkenningar Kl. 11:10
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir og ákvað að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður málsins.

4) 981. mál - endurskoðendur og endurskoðun o.fl. Kl. 11:15
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir og ákvað að Ágúst Bjarni Garðarsson verði framsögumaður málsins.

5) Önnur mál Kl. 11:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20