63. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, föstudaginn 10. maí 2024 kl. 13:00


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 13:00
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 13:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 13:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 13:14
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) fyrir (GEA), kl. 13:58
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 13:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 13:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 13:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:00

Teitur Björn Einarsson tók þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Ágúst Bjarni Garðarsson vék af fundi kl. 14:46 og tók Jóhann Friðrik Friðriksson þá við fundarstjórn.

Guðbrandur Einarsson vék af fundi kl. 15:47.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 62. fundar var samþykkt.

2) 920. mál - ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka hf. Kl. 13:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Magnús Þór Kristjánsson frá Samkeppniseftirlitinu.

Þá kom á fund nefndarinnar Guðmundur D. Haraldsson frá Öldu, félag um sjálfbærni og lýðræði.

Kl. 13:38 komu á fund nefndarinnar Guðmundur Ásgeirsson og Kristín Eir Helgadóttir frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Samhliða var fjallað um dagskrárlið númer þrjú.

Jafnframt komu á fund nefndarinnar Björk Sigurgísladóttir, Arnfríður Arnardóttir, Flóki Halldórsson og Eggert Þröstur Þórarinsson frá Seðlabanka Íslands. Samhliða var fjallað um dagskrárlið númer fjögur.

Kl. 15:20 komu á fund nefndarinnar Róbert Farestveit og Þórir Gunnarsson frá Alþýðusambandi Íslands.

Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, sbr. 1. mgr. 51. gr. þingskapa.

3) 880. mál - skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 13:38
Nefndin fjallað um málið og fékk á sinn fund Guðmund Ásgeirsson og Kristínu Eir Helgadóttur frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Samhliða var fjallað um dagskrárlið númer tvö.

Þá komu á fund nefndarinnar Helga Indriðadóttir og Þórey S. Þórðardóttir frá Landssamtökum lífeyrissjóða. Samhliða var fjallað um dagskrárlið númer fimm.

Jafnframt komu á fund nefndarinnar Árni Hrafn Gunnarsson og Gunnar Þór Ásgeirsson frá Gildi lífeyrissjóði.

Kl. 15:33 komu á fund nefndarinnar Róbert Farestveit og Þórir Gunnarsson frá Alþýðusambandi Íslands og Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins. Samhliða var fjallað um dagskrárlið númer fimm.

Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, sbr. 1. mgr. 51. gr. þingskapa.

4) 705. mál - slit ógjaldfærra opinberra aðila Kl. 13:55
Nefndin fjallað um málið og fékk á sinn fund Björk Sigurgísladóttur, Arnfríði Arnardóttur, Flóka Halldórsson og Eggert Þröst Þórarinsson frá Seðlabanka Íslands. Samhliða var fjallað um dagskrárlið númer tvö.

5) 916. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 14:23
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Helgu Indriðadóttur og Þórey S. Þórðardóttur frá Landssamtökum lífeyrissjóða. Samhliða var fjallað um dagskrárlið númer þrjú.

Þá komu á fund nefndarinnar Róbert Farestveit og Þórir Gunnarsson frá Alþýðusambandi Íslands og Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins. Samhliða var fjallað um dagskrárlið númer þrjú.

Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, sbr. 1. mgr. 51. gr. þingskapa.

6) 912. mál - frjálst flæði ópersónugreinanlegra gagna Kl. 13:35
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið var frá nefndinni var samþykkt af Teiti Birni Einarssyni, Ágústi Bjarna Garðarssyni, Diljá Mist Einarsdóttur, Guðbrandi Einarssyni, Oddný G. Haraðdóttur, Jóhanni Friðriki Friðrikssyni og Steinunni Þóru Árnadóttur

Undir nefndarálit með breytingartillögu meiri hluta rita: Teitur Björn Einarsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Oddný G. Harðardóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.

7) 881. mál - Þjóðarsjóður Kl. 13:37
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Ágúst Bjarni Garðarsson verði framsögumaður málsins.

8) 921. mál - tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda Kl. 13:37
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Teitur Björn Einarsson verði framsögumaður málsins.

9) Önnur mál Kl. 16:02
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:02