64. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 14. maí 2024 kl. 09:07


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 09:07
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:07
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:10
Georg Eiður Arnarson (GEA), kl. 09:07
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:07
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:07
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:07
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:07

Teitur Björn Einarsson tók þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Formaður fól Steinunni Þóru Árnadóttur að hefja fund sbr. 3. mgr. 4. gr. starfsreglna fastanefnda. 1. varaformaður tók síðan
við fundarstjórn.

Dilja Mist Einarsdóttir tók þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað frá kl. 09:50.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:07
Fundargerð 63. fundar var samþykkt.

2) 916. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 09:07
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Árnínu Steinunni Kristjánsdóttur og Baldur Thorlacius frá Nasdaq Iceland.

Þá komu á fund nefndarinnar Edda Guðrún Sverrisdóttir og Örn Þorsteinsson frá Akta sjóðum.

Jafnframt komu á fund nefndarinnar Gunnar Baldvinsson og Helgi Pétur Magnússon frá Almenna lífeyrissjóðnum.

Því næst komu á fund nefnfdarinnar K. Ragnheiður Eiríksdóttir, Snædís Ögn Flosadóttir og Hjörleifur A. Waagfjörð frá Arion banka.

Loks mættu á fund nefndarinnar Arnfríður Arnardóttir, Andrés Þorleifsson, Gunnar Ingólfsson og Flóki Halldórsson frá Seðlabanka Íslands. Samhliða var fjallað um dagskrárlið númer 3.

3) 915. mál - breyting á ýmsum lögum á fjármálamarkaði Kl. 10:13
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Arnfríði Arnardóttur, Andrés Þorleifsson, Gunnar Ingólfsson og Flóka Halldórsson frá Seðlabanka Íslands. Samhliða var fjallað um dagskrárlið númer 2.

4) 920. mál - ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka hf. Kl. 10:34
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gyðu Ragnheiði Bergsdóttur frá Persónuvernd.

5) Önnur mál Kl. 10:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45