65. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 15. maí 2024 kl. 15:10


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 15:10
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 15:10
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 15:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 15:10
Georg Eiður Arnarson (GEA), kl. 15:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 15:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 15:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 15:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:10

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:10
Frestað.

2) 917. mál - virðisaukaskattur og kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða Kl. 15:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Pál Jóhannesson og Karolinu Maríu Krawczuk frá BBA//Fjeldco.

Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, sbr. 1. mgr. 51. gr. þingskapa.

3) 911. mál - Nýsköpunarsjóðurinn Kría Kl. 15:22
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kristinn Árna Lár Hróbjartsson frá Kríu sprota og nýsköpunarsjóði.

Þá komu á fund nefndarinnar Sigurður Helgason frá Samtökum atvinnulífsins og Sigríður Mogensen og Tinna Stefánsdóttir frá Samtökum iðnaðarins.

Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði frá háskóla,- iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti, sbr. 1. mgr. 51. gr. þingskapa.

4) 927. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl. Kl. 16:04
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Þóri Steinþórsson og Drífu Kristínu Sigurðardóttur frá dómsmálaráðuneyti.

Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneyti, sbr. 1. mgr. 51. gr. þingskapa.

5) 914. mál - innviðir markaða fyrir fjármálagerninga sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni Kl. 16:30
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Teiti Birni Einarssyni, Ágústi Bjarna Garðarssyni, Diljá Mist Einarsdóttur, Guðbrandi Einarssyni, Oddný G. Hararðdóttur, Jóhanni Friðriki Friðrikssyni og Steinunni Þóru Árnadóttur.

Undir nefndarálit með breytingartillögu meiri hluta rita: Teitur Björn Einarsson, Ágúst Bjarni Garðarsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Oddný G. Harðardóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Steinunn Þóra Árnadóttir.

6) 915. mál - breyting á ýmsum lögum á fjármálamarkaði Kl. 16:38
Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, sbr. 1. mgr. 51. gr. þingskapa.

7) Önnur mál Kl. 16:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:40