66. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 16. maí 2024 kl. 09:00


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:00
Georg Eiður Arnarson (GEA), kl. 09:00
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:05
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:05

Ágúst Bjarni Garðarsson boðaði forföll.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson tóku þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Oddný G. Harðardóttir mætti á fundinn kl. 09:16, fram að því tók hún þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Diljá Mist Einarsdóttir mætti á fundinn kl. 09:30 fram að því tók hún þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 917. mál - virðisaukaskattur og kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bjarna Amby Lárusson, Jóhönnu Láru Guðbrandsdóttur og Ragnheiði Björnsdóttur frá Skattinum.

Hlé var gert á fundi frá kl. 09:05 til 09:15.

Þá komu á fund nefndarinnar Heiðrún Björk Gísladóttir frá Samtökum atvinnulífsins, Benedikt S. Benediktsson frá Samtökum verslunar og þjónustu, María Jóna Magnúsdóttir frá Bílgreinasambandinu og Runólfur Ólafsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda.

Loks komu á fund nefndarinnar Guðbjörg Þorsteinsdóttir og Haraldur I. Birgisson frá Deloitte.

3) 920. mál - ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka hf. Kl. 09:58
Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál Kl. 10:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:05