67. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, föstudaginn 17. maí 2024 kl. 09:30


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 09:30
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:30
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG) fyrir Evu Sjöfn Helgadóttur (ESH), kl. 09:30
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:30
Georg Eiður Arnarson (GEA), kl. 09:30
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 10:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) fyrir Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:40
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:30

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Frestað.

2) 920. mál - ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka hf. Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Trausta Fannar Valsson.

3) 705. mál - slit ógjaldfærra opinberra aðila Kl. 10:00
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti.

Guðbrandur Einarsson lagði fram eftirfarandi bókun sem Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Georg Eiður Arnarson og Oddný G. Harðardóttir tóku undir:
Við undirituð mótmælum að þetta frumvarp sé afgreitt úr nefnd og greiðum atkvæði gegn því.
Í fyrsta lagi hefur ekki verið varpað ljósi á það hvernig beiting frumvarpsins uppfylli skilyrði 72. gr. stjórnarskrárinnar um almenningsþörf við skerðingu eignarréttar.
Í öðru lagi hefur ekki verið metið að fullu hvaða áhrif beiting frumvarpsins kunni að hafa á fjármálastöðugleika á Íslandi og orðsporsáhættu fyrir landið.
Í þriðja lagi hefur nefndin ekki tekið afstöðu til þeirrar afturvirkni sem frumvarpið felur í sér gagnvart gildandi skuldbindingum.
Það er ekki hægt að samþykkja það að afgreiða frumvarp úr nefnd sem heimilar ákvarðanir sem fyrirséð er að fari á svig við stjórnarskrá.

Tillaga um að afgreiða málið var samþykkt af: Teiti Birni Einarssyni, Diljá Mist Einarsdóttur, Ágústi Bjarna Garðarssyni, Steinunni Þóru Árnadóttur og Höllu Signýju Kristjánsdóttir. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Georg Eiður Arnarson og Oddný G. Harðardóttir greiddu atkvæði gegn afgreiðslu málsins.

Undir nefndarálit meiri hluta rita: Teitur Björn Einarsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir.

4) 662. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 10:10
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Undir nefndarálit með breytingartillögu meiri hluta rita: Teitur Björn Einarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson, Diljá Mist Einarsdóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir.

5) Önnur mál Kl. 10:14
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15